Pinus flexilis

Ættkvísl
Pinus
Nafn
flexilis
Íslenskt nafn
Sveigfura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk blóm rauðleit, kvk purpura.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
7-15 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Svert tré, 10-25 m hátt, bolstutt, bolur 1-1,5 m í þvermál eða að plantan er runnkennd þar sem hún á erfitt uppdráttar. Ung tré með keilulaga krónu en krónan verður breiðkúlulaga með aldrinum, greinar gráar, stuttar, áberandi seigar og sveigjanlegar, oft dálítið hangandi og uppsveigðar í endann. Árssprotar mjög sveigjanlegir, ljósgulgrænir til appelsínubrúnir með brúnleit hár í fyrstu síðar hárlausir og grábrúnir. Börkur á gömlum stofnum dökkgrár, rákóttur, börkur á ársprotum hárlaus eða hærður, mjög sveigjanlegur.
Lýsing
Brum breiðegglaga, ydd, 9 mm löng. Barrnálar allt að 5, lifa í 5-6 ár, aðlægar á árssprotum, standa þétt saman á greinaendum, vita fram á við og eru stinnar, beinar til dálítið bognar, 3-7,5 sm langar, 1 mm breiðar, hvassyddar, heilrendar, með 3-4 ógreinilegum loftaugaraðir á öllum hliðum, blágrænar. Kvoðugangar við yfirhúð (epidermis), nálaslíður 12-15mm að lengd og skammæ. ♂-blóm rauðleit, ♀-blóm purpura. Könglar egglaga-spólulaga, endastæðir, næstum legglausir, uppréttir í byrjun en seinna hangandi, 7-15 sm langir, 4-6 sm breiðir, ljósbrúnir og glansandi, opnast að hausti og falla fljótt af trénu. Köngulhreistur þykk, trékennd, opnast hornrétt við þroskun, bogadregin í endann með gaddlausan dökkan þrymil. Fræ egglaga með rytjur af vængjum, 10-15 mm löng.
Uppruni
SV Kanada - V Bandaríkin (Klettafjöll í allt að 3600m hæð).
Harka
3
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Ein gömul planta er til í Lystigarðinum, vex fremur lítið.Meðalharðgerð-harðgerð, kelur lítið sem ekkert, breytileg tegund, þolir allvel hálfskugga. Líkist hvítfuru (Pinus albicaulis), en sú tegund er með helmingi minni köngla og með mjög ljósum eða nær hvítum berki. Þekkist frá lindifuru á því að árssprotar lindifuru eru kafloðnir af ryðbrúnum hárum en sveigfura með hárlausa árssprota eða næstum hárlausa.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem lítt eða ekki hafa verið reynd hérlendis, en þyrfti að reyna. T.d. 'Extra Blue' óregluleg, upprétt, um 2,5 m, þétt, 'Glauca Pendula' kraftmikið með langt bláleitt barr, 'Nana' bústið, þétt, lágvaxið, nálar aðeins um 3 sm, 'Pendula' með slútandi barri og greinum, 'Glenmore' með langar nálar að 11 sm, silfraðar, 'Tiny Temple' hægvaxta dvergyrki, með bláleitu barri o.fl.
Útbreiðsla
Mjög breytileg tegund.