Pinus mugo

Ættkvísl
Pinus
Nafn
mugo
Íslenskt nafn
Fjallafura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. montana Mill. , Pinus mugo ssp. mugo, Pinus mugo ssp. uncinata, Pinus rotundata, Pinus mugo var. rostrata ofl.
Lífsform
Sígrænn runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Runni með uppréttar greinar eða með lágan stofn og keilulaga krónu (allt að 6 m hár) eða jarðlægur runni, með marga hnébeygða stofna. Börkur grábrúnn, hreistrugur sundurskorinn af óreglulegum plötum, en losna ekki. Ársprotar í fyrstu ljósgræn síðar brúnir til svartbrúnir, hárlausir.
Lýsing
Brum lang-egglaga, 6 mm löng, ydd, mjög kvoðug, slíður hreistur þétt aðlæg. Barrnálar tvær saman, sigðlaga, bognar að sprotanum, oft líka ögn snúnar, 3-4 sm langar, 1,5-2 mm breiðar og með hornkenndan odd, jaðar fínsagtenntur. Nálar beggja vegna með ógreinilegar loftaugaraðir, kvoðugangur við yfirhúð. Könglar næstum endastæðir, legglausir eða á stuttum legg, uppréttir eða láréttir eða dálítið hangandi, 1-2-3(-4) saman, egglaga til keilulaga, 2-6 sm langir 1,5-4 sm breiðir. Hreisturskildir gulbrúnir til dökkbrúnir, þrymill ljósari og flatur og með dökkan hring utan um, ekki baksveigðar og ekki með krók. Fræ egglaga, 5 mm löng, ljósgrábrún með 10-15 mm langa vængi.
Uppruni
Fjöll í M Evrópu og á Balkanskaga, N & M Apennínafjöll (-2700 m hæð).
Sjúkdómar
Furulús (ekki teljandi skaði þó).
Harka
3
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skógrækt, í stór ker.
Reynsla
Nokkrar misgamlar fjallafurur eru til í Lystigarðinum, þrífast vel. Yfirleitt ekkert kal.Harðgerð, vindþolin. Skýla þarf ungplöntum að vetri. Bindur vel jarðveg (trefjarót). Góðir reitir af fjallafuru eru til dæmis við Rauðavatn, á Þingvöllum, í Kjarna, í Vaðlareit og víðar. Vaxtarlag líkist mjög vaxtarlagi runnafuru (Pinus pumila) en sú fura er með fimm nálar í knippi.
Yrki og undirteg.
Pinus mugo 'Pumilio' - dvergfura - dvergvaxin, margstofna - ath. betur nafn. Þetta yrki er mikið ræktað hérlendis og töluvert viðkvæmara en aðaltegundin. Þar að auki eru fjölmörg yrki Pinus mugo í ræktun í Evrópu sem vert væri að prófa hérlendis svo sem 'Aurea, 'Compacta', 'Gnom', 'Kobold', 'Mops', 'Prostrata' og fleiri.Náskyld tegund er bergfura (Pinuns uncinata) sem er oftast einstofna og getur orðið 15-20 m há.