Pinus mugo

Ættkvísl
Pinus
Nafn
mugo
Ssp./var
'Pumilio'
Höfundur undirteg.
(Haenke) Zenari
Íslenskt nafn
Dvergfura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae)
Samheiti
P. montana v. pumilio (Haenke) Heer .
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Runnkennd, lágvaxin deilitegund, flatkúlulaga, stundum allt að 3 m breið. Greinar mjög þéttstæðar og mislangar. Ársprotar uppréttir.
Lýsing
Brum mjög áberandi. Barrnálar mislangar yfirleitt stuttar, uppstæðar og geislastæðar á ársprotunum. Könglar reglulegir, næstum legglausir, egglaga til kúlulaga, bláleitir til fjólubláir á 1. ári en verður gulleitir til dökkbrúnir fullþroska. Hreisturskjöldur með kúptum efri skildi og íhvolfum neðri skildi. Þrymill dældaður neðan við miðju.
Uppruni
Fjöll í Mið og Austur Evrópu.
Harka
h8
Heimildir
4, 7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, í brekkur, í steinhæð, í fláa, í ker.
Reynsla
Fjórar plöntur frá 1995 eru til í Lystigarðinum, þrífast vel og kala yfirleitt ekki. Meðalharðgerð-harðgerð, mjög hentug í litla garða. Skýla þarf ungplöntum. Til að þétta hana meir má brjóta/klippa framan af nýsprotum í júní-júlí.