Pinus peuce

Ættkvísl
Pinus
Nafn
peuce
Íslenskt nafn
Silkifura (Balkanfura)
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 m
Vaxtarhraði
Fremur hraðvaxta.
Vaxtarlag
Tré 10-20 m há í heimkynnum sínum. Króna mjó-keilulaga. Bolur oft greinóttur alveg niður að jörð. Börkur þykkur, grábrúnn, á neðri hluta bols er hann djúprákóttur og með mjó hreistur. Greinar stuttar, sverar, uppsveigðar á ungum trjám en ± láréttar á gömlum trjám. Ársprotar grófir, grænleitir, glansandi, hárlausir!, grábrúnir á 1. ári.
Lýsing
Brum ydd, egglaga, 10 mm löng, brún, kvoðug. Barrnálar 5 saman í knippi, lifa 3 ár. Pensillaga á endum greinanna, greinar 7-10 sm langar,1 mm breiðar, beinar og nokkuð stinnar, grænar eða þá grágrænar, hvassyddar, jaðrar fíntenntir. Barrnálarnar eru með loftaugaraðir á öllum hliðum, kvoðugangur við yfirhúð. Nálaslíður eru 18-20 mm löng, skammæ, detta af á 1. ári. Könglar kvoðugir, endastæðir, stakir eða allt að 3-4 saman, leggstuttir. Uppstæður eða hangandi 8-15 sm langir, 2-3 sm breiðir, sívalir, ljósbrúnir. Köngulskeljar öfugegglaga, um 1 sm, allgreinilega langrákóttar. Fræ 7 mm löng, egglaga, vængir 15(-20) mm langir.
Uppruni
Júgóslavía, Albanía, Grikkland, 800-2100 m h.y.s.
Harka
5
Heimildir
1,7, 9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í beð, í brekkur, í steinhæð, í fláa, klippt í ker.
Reynsla
Nokkrar misgamlar plöntur eru til í Lystigarðinum, þrífast vel, ekkert kal. Hefur reynst vel í garðinum. Harðgerð og auðræktuð tegund og mun harðari en hörkutalan gefur til kynna. Þolir vel klippingu. Skýla þarf ungplöntum.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem þyrfti að prófa betur, svo sem 'Aurea' með dauf-gulleitar nálar, litur skærari að vetri, 'Aureovariegata' skærgult barr á yngri sprotum, síðar fagurgrænar og að lokum má nefna 'Glauca Compacta' þéttvaxið yrki með bláleitt barr.
Útbreiðsla
Fljótvaxin, harðgerð og einkar falleg fura.