Pinus pumila

Ættkvísl
Pinus
Nafn
pumila
Íslenskt nafn
Runnafura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. cembra v. pumila Pall., P. cembra nana Hort.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk djúprauð, kvk dökkfjólublá
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Runni, ± jarðlægur, enginn aðalstofn, 50 sm til 3 m hár og álíka breiður, en getur orðið allt að 6 m hár. Greinar jarðlægur-uppstæðar sveigjast upp á við til endanna. Ungir árssprotar eru stuttir, kröftugir, grænleitir á 1. ári, meira grábrúnir á 2. ári, stuttir, fínhærðir. Börkur grænleitur í fyrstu en síðar grábrúnn til rauðbrúnn.
Lýsing
Brum sívöl-keilulaga, gljáandi, með stuttan odd, rauðbrún um 10 mm löng, mjög kvoðug. Brumhlífar útstæðar í fjarðurkenndri skipan, lensulaga, þéttaðlægar, þær efri þráðlaga. Barrnálar allt að 5 saman í knippi, mjög þéttstæðar 4 til 7(-10) sm langar og um 0,7 mm á breidd, bognar og standa þétt, meira og minna aðlægar á árssportum, jaðar með strjálar sagtenntur. Barrnálar eru dökkgrænar neðan og ekki með loftaugaraðir, að ofan mjög blágrænar vegna 5-6 áberandi loftaugaraða, með 2 kvoðugangar undir yfirhúð. Nálaslíður eru tiltölulega stór en falla allveg af strax á fyrsta ári. ♂ blóm áberandi djúprauð. Könglar nokkrir saman næstum endastæðir, leggstuttir, uppstæðir, egglaga, 3,5-4,5 sm langir og um 2,5 sm breiðir. Ungir könglar purpura-fjólubláir, fullþroska eru könglarnir rauðleitir eða meira gulbrúnir, haldast lokaðir þar til fræ er fullþroska en þá opnast þeir alveg og fræin losna. Hreistur ekki mörg, 15 mm breið. Þrymill þríhyrndur með lárétta, þversýlda enda, dökklit. Fræ perulaga 6-10 mm löng, enginn vængur, æt.
Uppruni
Fjöll NA Asíu
Harka
1
Heimildir
1,7, 9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar.
Reynsla
Er í uppeldi í Lystigarðinum, þrífst illa.Talin harðgerð í sumum heimildum, náskyld P. cembra, athugið að skýla þarf ungplöntum að vetri.
Yrki og undirteg.
Ýmis afbrigði í ræktun (ágrædd), t.d. Pinus pumila 'Glauca' sem er ágrædd grábláleitt yrki með svera sporta, sem myndar lágan breiðan runna. Þar fyrir utan má nefna 'Chlorocarpa' með gulgrænum könglum, 'Globe' sem er kúlulaga þétt yrki að 2 x 2 m erlendis með silfuðu barri, 'Jermyns' þétt, lágvaxið, keilulaga, hægvaxta, 'Nana' þétt, hnöttótt, lágvaxið yrki að 3 x 3 m erlendis, 'Saentis' upprétt, greinar uppsveigðar. Þessi yrki þyrfti að reyna betur hérlendis.
Útbreiðsla
Vex á köldustu og hrjóstrugustu svæðunum alveg að snjólínu.