Pinus uncinata

Ættkvísl
Pinus
Nafn
uncinata
Íslenskt nafn
Bergfura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
Pinus rotundata Link, P. mugo v. rostrata (Ant.) Gord., P. montana v. uncinata v. uncinata (DC) Heer., P. mugo v. arborea (Tubeuf) Hylander.
Lífsform
Sígrænt tré eða stór runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
8-15 m
Vaxtarlag
Lík fjallafuru (P. mugo), en frábrugðin að því leyti að hún er einstofna tré, 10-20(-25) m hátt.
Lýsing
Barr eins og hjá fjallafuru (P. mugo). Könglar mjög skáhallir og skakkir, 4-6 sm langir, vita upp á við. Hreisturskildir 4-hliða, trjónulaga, bognir, aftursveigðir, pýramídalaga með sterkan, framstæðan þrymil.
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
3
Heimildir
4,7,9
Fjölgun
Sáning best strax eftir þroskun í sendinn jarðveg.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í þyrpingar, í brekkur, í skógrækt sem stakstætt tré.
Reynsla
Ein planta er til í Lystgarðinum, aðkeypt 1990, þrífst vel.Harðgerð og ræktuð víða um land.