Plantago lanceolata

Ættkvísl
Plantago
Nafn
lanceolata
Íslenskt nafn
Selgresi
Ætt
Græðisúruætt (Plantaginaceae).
Lífsform
Fjölær eða tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Brúnn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær eða tvíær jurt, jarðstöngull með langa brúska af brúnu hári við grunn laufanna. Laufin eru í allmörgum hvirfingum, oftast upprétt, 4-40 x 0,5-3,5 sm að leggnum meðtöldum, mjó aflöng-lensulaga, ydd eða odddregin, heilrend eða með smáar, strjálar tennur, hárlaus ofan, dúnhærð neðan, laufleggur með væng, æðar 3-5, samsíða, minna á rif.
Lýsing
Blómstilkar grannir, greinilega með 5 gróir, 10-60 sm. Ax 1,5-6 x 0,5-1 sm, egglaga, verður sívalt. Stoðblöð löng, jaðar hálfglær. Krónan brún, frjóþræðir hvítir, frjóhnappar gulir. Fræhýði 3-4 mm, aflangt, fræin 2, íhvolf.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til íslenskar plöntur undir þessu nafni, allar þrífast vel.