Plantago major

Ættkvísl
Plantago
Nafn
major
Íslenskt nafn
Græðisúra
Ætt
Græðisúruætt (Plantaginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Græn-brúnleit.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
8-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, lítið eitt dúnhærð. Lauf 5-30 sm, lárétt, egglaga, hálfhjartalaga við grunninn, heilrend eða óreglulega tennt, laufleggurinn breiður, vængjaður efst.
Lýsing
Blómstilkur bogsveigður, oft útafliggjandi, 8-40 sm, að axinu meðtöldu. Krónuflipar allt að 1,5 mm, aftursveigðir. Fræhýði egglaga, 3 mm. Fræ 8-18, hyrnd, netstrengjótt.
Uppruni
Evrasía, hefur numið land víðs vegar á jörðinnu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til íslenskar plöntur undir þessu nafni sem þrífast vel.