Plantago muelleri

Ættkvísl
Plantago
Nafn
muelleri
Íslenskt nafn
Stjörnutunga*
Ætt
Græðisúruætt (Plantaginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - dálítill skuggi.
Blómalitur
Brúnn, bronslitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
8-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, með hjárætur, hárlaus nema blómstilkarnir sem eru með mjúk, löng hár. Laufin eru grunnlauf, blaðkan oddbaugótt til lensulaga, yfirleitt 2,5-8 sm löng, 7-15 mm breið, 3-tauga, þykk, glansandi, heilrend eða með fáeinar ógreinilegar tennur.
Lýsing
Blómstönglar 1-2 mm við blómgun, lengjast þegar aldinin þroskast og verða jafn löng og laufin. Ax meira eða minna kolllaga, 2-13 blóma, falin innan um grunna laufanna við blómgun, stoðblöð egglaga, 2,4-3,5 mm löng. Bikarblöð oddbaugótt, 2,5-3,5 mm löng, hárlaus, með mjóan kjöl. Krónuflipar oddbaugóttir til egglaga, 1,4-2 mm löng. Fræhýði oddvala til hnöttótt, 2,5-4 mm löng, fræin allt að 4 talsins.
Uppruni
S Ástralía.
Heimildir
plantNET.rbgsyd.nsw.gov.au/cgi-bin/NSWfl.pl?page=nswfl&lvl=sp&name0Plantago-muelleri, davesgarden.com/guides/pf/go/176403/#b
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein plana undir þessu nafni sem sáð var til 2013 og gróðursett í beð 2015.