Plantago nivalis

Ættkvísl
Plantago
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Grátunga
Ætt
Græðisúruætt (Plantaginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleit - brúnpurpuralit.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Grunnlauf í hvirfingu, allt að 1 sm, bandlensulaga, mjókka við grunninn, broddydd, hvítsilkihærð bæði ofan og neðan.
Lýsing
Blómstilkar sívalir, um það bil jafnlangir og laufin, öx hnöttótt allt að 1 sm löng. Stoðblöð með áberandi kjöl, dálítið tvíflipótt, jaðrar brúnir. Bikarblöð ekki samvaxin, himnukennd, með brúna jaðra. Króna allt að 2 mm, græn, frjóhnappar gulir. Fræhýði hnöttótt, tvíhólfa, fræ hnöttótt, hrukkótt.
Uppruni
S Spánn (fjöll).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta, í ker.
Reynsla
Hefur verið lengi í ræktun að Reykjum og lifað þar úti flesta vetur óvarin (HS). Hefur verið um tíma í Lystigarðinum, heldur sér við með sáningu, er ekki lengur þar 2015.