Jarðstönglar skriðulir. Lauf 30 sm i þvermál, djúp handflipótt x 5-9, flipar tvískiptir í oddinn, stundum fínhærðir á neðra borði.
Lýsing
Blómstönglar með 2-3 lauf eða lauflausir. Blómin álút, 3-5 sm breið, vaxa úr blaðöxlum efstu laufanna eða milli 2 efstu laufanna. Krónublöð stór, 25-40 mm, hvít, tennt í oddinn. Fræflar 12-18. aldin græn, vera gul þegar þau þroskast, 2-5 mm, æt. Fræin eru eitruð.
Uppruni
A N Ameríka - suður til Texas.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, græðlingum af jarðstönglum og með nýþroskuðum fræjum.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1989. Harðgerð planta sem hefur reynst vel.