Polemonium brandegei

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
brandegei
Íslenskt nafn
Ilmstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur, gullgulur eða hvítur-okkurhvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, upprétt, 10-30 sm há, þétt kirtildúnhærð, límkennd. Laufin flest grunnlauf, fjöðruð við grunninn, smálauf mörg, birtast í krönsum, egglaga til mjó-aflöng, heil eða skipt.
Lýsing
Blómskipunin stutt klasalíkt þyrping. Bikar allt að 8 mm. Króna 2-2,5 sm, trektlaga með mjög mjóa pípu.
Uppruni
Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2000, er í sólreit 2015.
Yrki og undirteg.
ssp. brandegei Laufin ilma. Krónan er gul eða gullgul. Blómin koma í ágúst. Heimkynni Bandaríkin (Montana til Kólóradó og Nýju Mexikó). ---ssp. mellitum (A. Gray) Wherry Laufin eru með moskusilm. Blómin með ljúfan ilm. Krónan hvít til okkurhvít. Blóm í júlí-ágúst. Heimkynni: Bandaríkin (Wyoming of Nevada til Kólóradó og Nýju Mexikó).