Polemonium caeruleum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
caeruleum
Yrki form
'Apricot Delight'
Íslenskt nafn
Jakobsstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
Oft undir P. carenum A. Gary. 'Apricot Delight'
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - dálítill skuggi.
Blómalitur
Aprikósubleikur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
40-50(-60) sm
Vaxtarlag
Lágvaxin, fjölær jurt, með falleg, fínleg lauf, myndar brúska.
Lýsing
Háir stönglar með aprikósulit blóm.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
www.canningperennials.com/acatalog/Polemonium-caeruleum--Apricot-Delight--POLAPR.html,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Plöntum með þessu nafni hefur verið sáð í Lystigarðinum 2002 og 2003, og þær gróðursettar í beð 2003 og 2004, báðar þrífast mjög vel.