Polemonium caeruleum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
caeruleum
Ssp./var
ssp. amygdalianum
Höfundur undirteg.
(Wherry) Munz.
Íslenskt nafn
Jakobsstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól -hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Sjá aðaltegund, nema að grunnlaufin eru með 19-27 smálauf.
Lýsing
Sjá aðaltegundina nema að blómskipunin er stíf. Krónan 13-15 mm, blá. Fræflarnir ná ekki fram úr blóminu. Stíll stendur fram úr blóminu.
Uppruni
Bandaríkin ( Alaska til Kalifornía og Kólóradó) Kanada (Yukon og Breska Kólumbía).
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, í blómaengi, sem undirgróður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein hvítblóma planta undir nafninu P. caeruleum sspp. amygdalianum 'Album', sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð, þrífst vel.