Polemonium carneum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
carneum
Íslenskt nafn
Aronsstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
hvítur - ljósbleikur (breytilegur blómlitur)
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Upprétt fjölær jurt, 10-40(-100) sm há, jarðstönglar láréttir, trékenndir. Laufin með 11-19 oddbaugótt eða lensulaga til egglaga smálauf, oftast 1,5-4,5 x 0,6-2,3 sm, með langan leggvið grunninn, stuttri leggi á stönglinum.
Lýsing
Blómskipunin lotin, endastæð, blómin fá. Bikar 7,5-14 mm. Króna (1,5-)1,8-2,8 sm, bjöllulaga, oftast bleik eða gul, stundum dökkpurpura til ljósgráfjólublá, sjaldan bleik eða blá.
Uppruni
Bandaríkin (V Washington til N Kaliforníu).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringbeð á skýldum stöðum, sem undirgróður.
Reynsla
Kom sem planta í Lystigarðinn 1983. Ein fallegasta tegund stiga en fremur viðkvæm norðanlands, binda upp síðsumars.
Yrki og undirteg.
'Album' hvítur, 'Rose Queen' djúpbleik blóm, auk þess eru til ýmsir blendingar milli venjulegs jakobsstiga og aronsstiga sem eru mjög blómviljugir og harðgerðir.