Polemonium flavum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
flavum
Íslenskt nafn
Gullstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
P. foliosissimum A. Gray v. flavum (E. Greene) Davidson
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
40-70 sm
Vaxtarlag
Stönglar kirtilhærðir, stutt dúnhærðir ofantil, hárlausir neðanti,. Laufin eru með 17-25 smálauf, mjólensulaga til egglaga.
Lýsing
Krónan ljósgul, stundum með gráfjólubláa slikju á ytra borði, fliparnir hvassyttir til langyddir.
Uppruni
Bandaríkin (Nýja Mexikó, Arizona).
Harka
3
Heimildir
= 1, nansh.org/portal/taxa/index.php?taxon=Polemonium%20flavum,
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984. Sagður viðkvæmur, hefur blómgast í Lystigarðinum. Binda upp síðsumars. Er ekki í Lystigarðinum 2015.