Polemonium pulcherrimum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
pulcherrimum
Íslenskt nafn
Jósefsstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár til fjólublár eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 15-30(-50) sm hár, stönglarnir meira eða minna uppréttur, næstum hárlausir nema hvað blómskipunin er kirtilhærð. Lauf með 11-25(-37) smálauf, allt að 3,5 x 1,5 sm, gagnstæð eða stakstæð, stöngullauf smá.
Lýsing
Blómskipunin þétt, bikar 4-6 mm, flipar lensulaga-aflangir, (sljó)yddir. Krónan 7-13 mm, næstum bjöllulaga, blá til fjólublá eða hvít, krónupípan gul unnan, flipar 8-25 mm.
Uppruni
Bandaríkin (Alaska), og Kanada (Yukon) til Bandaríkjanna (V Utah og Kaliforníu).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Mjög breytileg tegund í heimkynnum sínum, smávaxnari í háfjöllum, harðgerð og mikið ræktaður hérlendis. Í Lystigarðinum er til ein gömul planta af þessari tegund, sem þrífst vel.