Polygonatum hirtum

Ættkvísl
Polygonatum
Nafn
hirtum
Íslenskt nafn
Hæruinnsigli
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
P. latifolium (Jacquin) Desfontaines
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-120 sm
Vaxtarlag
Stönglar 20-120 sm, kantaðir, lítið eitt hærðir. Lauf stakstæð, 7x2,5 sm, lensulaga til egglaga, ögn dúnhærð á strengjum á neðra borði.
Lýsing
Blóm drúpandi, stök eða 2-5 saman. Blómhlíf 1-2,5 sm, hvít með græana enda, sívöl. Fræflar festir um miðja pípu, frjóþræðir hárlausir eða dálítið dúnhærðir.
Uppruni
AM & SA Evrópa, Evrópuhluti USSR, NV Tyrkland.
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður.
Reynsla
Planta undir þessu nafni er í Lystigarðinum, sáð 1990 og gróðursett í beð 1992.