Polygonatum odoratum

Ættkvísl
Polygonatum
Nafn
odoratum
Íslenskt nafn
Ilminnsigli
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Stönglar 30-85 sm, kantaðir, hárlausir. Lauf stakstæð, 3-15 sm, lensulaga til egglaga, hárlaus neðan.
Lýsing
Blómin drúpa og ilma, eru stök eða 2-4 saman. Blómhlíf 8-20 mm, hvít með græna odda, sívöl eða víkka upp. Fræflar festir nálægt gini pípunnar, frjóþræðir hárlausir, smávörtóttir eða vörtulausir.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta sem þrífst vel. Harðgerð planta.
Yrki og undirteg.
v. thunbergii (C. Morris & Dcne) Hara. Stönglar allt að 110 sm háir. Lauf allt að 15 sm. Heimkynni: Japan.