Polygonatum verticillatum

Ættkvísl
Polygonatum
Nafn
verticillatum
Íslenskt nafn
Kransinnsigli
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-100 sm
Vaxtarlag
Stönglar 20-100 sm, uppréttir, hyrndir, hárlausir eða stöku sinnum ögn smádúnhærðir. Lauf 6.5-15 sm, gagnstæð eða í krönsum, stakstæð neðantil, legglaus, band-lensulaga til mjó-egglaga, ögn snörp á æðastrengjum á neðra borði.
Lýsing
Blómin allt að 1,5 sm, græn, bjöllulaga, hangandi, stök eða 2-3 í þyrpingu. Blómhlíf 5-10 mm, hvít, samandregin um miðjuna. Fræflar festir um miðja pípuna innanverða. Frjóþræðir hárlausir.
Uppruni
Evrópa, tempraði hluti Asíu, Afghanistan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1992, þrífst vel. Til í Grasagarði Reykjavíkur.