Polygonum dshawachischwilii

Ættkvísl
Polygonum
Nafn
dshawachischwilii
Íslenskt nafn
Snæsúra
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Samheiti
Aconogonon alpinum, Polygonum alpinum All., Aconogonon dshawachischwilii (Kharkev,) Holub, Persicaria dshawachischwilii (Karkev.) Cubey
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, jarðstönglar stuttir, skriðulir, stönglar hárlausir eða með aðlæg eða útstæð hár. Lauf 3-8 x 1-3 sm, egglaga til lensulaga, hvassydd, hærð. Axlablöð fölbrún, visna fljótt.
Lýsing
Blómin í strjálblóma skúf, hvít, blómhlífarflipar 2-3 mm, egglaga-aflangir. Aldin 4-5 mm, fölbrún, ná fram úr blómhlífinni.
Uppruni
Alpafjöll, SV Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1992 0g gróðursett í beð 1993, þrífst vel.