Polygonum weyrichii

Ættkvísl
Polygonum
Nafn
weyrichii
Íslenskt nafn
Skúfsúra*
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Föl grænhvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
120-150 sm
Vaxtarlag
Kraftmikil fjölær jurt, allt að 150 sm, stönglar lítið greinóttir, snarphærðir neðantil, hærðir ofantil, grænir. Lauf 8-17 sm, egglaga, langydd, daufgræn ofan, hvít lóhærð neðan. jaðrar efstu laufanna niðurorpnir, laufleggirnir verða smám saman styttri eftir því sem ofar dregur á stönglinum.
Lýsing
Blómskipunin þétt, dúnhærð, endastæður skúfur, sem minnir á P. molle, en blómin eru föl grænhvít. Blómhlífin 2-2,5 mm. Aldin 6-8 mm, nær fram úr blómhlífinni.
Uppruni
Sakalíneyja.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem þekja, í beð.
Reynsla
Harðgerð, lítt reynd hérlendis. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992.