Polystichum aculeatum

Ættkvísl
Polystichum
Nafn
aculeatum
Íslenskt nafn
Skrápuxatunga
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae)
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gróblettir grænir, verða brúnir.
Blómgunartími
Gróin þroskast frá júní til október.
Hæð
50-90 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar grófir, trékenndir, blaðstilkur stuttur, með brúnt hreistur.
Lýsing
Burknablöðin eru 30-90 x 5-22 sm, lensulaga, fjöðruð eða tvífjöðruð, oftast langæ, stinn, smáblöðin allt að 50 á hvorri hlið, fjöðruð eða tvífjöðruð, smáblöðin sagtennt, ósamhverf-legghlaupin, legglaus eða næstum legglaus. Gróhulan þykk, langæ.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1, https://www.rhs.org.uk/Plants/25900/Hard-shield-fern/Details
Fjölgun
Með gróum eða með skiptingu að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum og lifað í fjölmörg ár á sama stað án nokkurrar skýlingar.