Polystichum andersonii

Ættkvísl
Polystichum
Nafn
andersonii
Íslenskt nafn
Hlíðaruxatunga
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gróblettir grænir, verða brúnir.
Blómgunartími
Gróin þroskast frá júní til október.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Þykkir jarðstönglar, útafliggjandi, hreistur stór, þunn, föl kastaníubrún, blaðstilkar 5-25 sm, flókahærðir.
Lýsing
Burknablöðin 40-80 x 8-20 sm, í þéttri hvirfingu, mjó lensulaga-aflöng til lensulaga-oddbaugótt, hálf-tvífjöðruð, langydd, smáblöðin fjölmörg, dálítið uppsveigð, mjó-skakktígullaga, hálffjöðruð við grunninn, neðstu fliparnir stærri en hinir, fliparnir ósamhverfir, oddbaugóttir, meira eða minna samvaxnir, legghlaupnir, grófsagtenntir, blöðkustilkurinn greiptur, flókahærður.
Uppruni
NV N-Ameríka (Breska Kólumbía, Montana, Washington).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Með gróum eða með skiptingu að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Hefur reynst prýðilega í Lystigarðinum.