Polystichum lonchitis

Ættkvísl
Polystichum
Nafn
lonchitis
Íslenskt nafn
Skjaldburkni
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Sígrænn burkni, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gróblettir grænir, verða brúnir.
Blómgunartími
Gróin þroskast frá júní til október.
Hæð
20-35 sm
Vaxtarhraði
Hægur.
Vaxtarlag
Jarðstönglar stuttir, uppréttir eða uppsveigðir, blaðstilkar mjög stuttir eða þá vantar næstum alveg.
Lýsing
Burknablöðin 20-40 x 3-7 sm, band-lensulaga, fjöðruð, mjókka til beggja enda, langæ, stinn, leðurkennd. Smáblöðin 25-40 á hvorri hlið, standa 90° út frá blöðkustilknum, lensulaga, skarast stöku sinnum, dálítið sveigð, eyrð á efra borði við grunninn, jaðar sagtenntur, langydd, dökkgræn og hárlaus ofan, hreistrug neðan, með mjög stuttan legg. Blöðkustilkurinn með þétt, skammæ hreistur.
Uppruni
Evrópa (líka á Íslandi).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáninga gróa.
Notkun/nytjar
Í burknabeð, í stórar steinhæðir, þarf vetrarskýli.
Reynsla
Oft erfiður í ræktun þar sem hann er vanur miklu snjóskýli á vaxtarstöðum sínum. Íslenskar plöntur hafa lifað lengi í Lystigarðinum.