Populus tremula

Ættkvísl
Populus
Nafn
tremula
Íslenskt nafn
Blæösp
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Síðla vetrar.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Tré sem nær allt að 20 m hæð í heimkynnum sínum, krónan breið, mjög greinótt, börkur gulgrár, sléttur, verður sprunginn og dökkgrár með aldrinum, myndar gróðuskot. Brum um 5 mm, egglaga, hárlaus, dökkbrún, kvoðug.
Lýsing
Laufin 3-12 sm, egglaga til hálfkringlótt, ydd, grunnur með 2 kirtla, þverstýfður til hjartalaga, jaðrar bylgjaðar, bogtennt, grágræn ofan, fölgræn neðan. Laufin virðast alltaf vera á hreyfingu. Laufleggir 4-7 sm, grannir, hárlausir, greinilega flatir. Karlreklar 5-8 sm, hreistur þétt hvíthærð, blómin með 6-15 fræfla, frjóhnappar dumbrauðir. Aldin allt að 4 mm, reklar með fræ allt að 12 sm langir.
Uppruni
NV Evrópa til N Afríka, Síbería.
Sjúkdómar
Ryðsveppur stöku sinnum.
Harka
2
Heimildir
1, 10
Fjölgun
Sáning (sáið um leið og fræ þroskast), rótarskot, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, sem stakstætt tré, í þyrpingar, í skógrækt.
Reynsla
Harðgert íslenskt tré, vex oft sem runni. Myndar mikið af rótarskotum. Ekki hentugt garðtré af þeim sökum. Hefur mjög lága hitaþörf - 7,6°C - ætti að þrífast nánast um allt land. Blómgast ekki oft hérlendis en þó er vitað að að aspirnar í Oddeyrargötu á Akureyri hafa blómgast af og til.
Yrki og undirteg.
'Erecta'hefur verið ræktuð hér nokkuð lengi, kelur lítið sem ekkert og lítil vandræði af rótarskotum, 'Pendula' og 'Purpurea' eru yrki sem ræktuð eru erlendis og vert væri að reyna hérlendis.
Útbreiðsla
Vex villt á fáeinum stöðum á landinu, aðallega norðan- og austanlands.