Populus trichocarpa

Ættkvísl
Populus
Nafn
trichocarpa
Yrki form
Kjölur
Íslenskt nafn
Alaskaösp
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
15-25 m
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Sjá hjá aðaltegund.
Lýsing
Sjá hjá aðaltegund. --- "Kjölur": Karltré, laufin eru auðþekkt á því að þau mynda kjöl sem er svipaður og kjölur á bát nema að því leyti að hann er sveigður öfugt við bátskjöl. Áberandi flipar eru á blöðkunni þar sem stiklurinn og blaðkan mætast. "Kjölur" getur haft svipað vaxtarlag og "Randi", en er oftast breiðari og ekki eins beinvaxinn. Stofn á gömlum trjám getur verið eins rauðleitur og á "Randa".
Uppruni
Klón.
Harka
5
Heimildir
1, J. Árnason 1992: Athuganir á klónum Alaskaaspar á Akureyri.
Fjölgun
Sumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í þyrpingar, stakstæð í stóra garða.
Reynsla
Finnst nokkuð víða á Akureyri. "Kjölur" er karlplanta sem er harðgerð, þurftamikil en fljótvaxin. Myndar stundum mikið af rótarskotum.Ekki lengur í Lystigarðinum 2016.