Populus trichocarpa

Ættkvísl
Populus
Nafn
trichocarpa
Yrki form
Randi
Íslenskt nafn
Alaskaösp
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
15-25 m
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Sjá hjá aðaltegund.
Lýsing
Sjá hjá aðaltegund. --- "Randi": Karltré með heilrend lauf, laufin eru stundum eins og grunnar skálar. Mót laufstilks og blöðku eru um það bil hornrétt eða lítið eitt þrengri. Beinvaxið tré og með litla krónu sem ungt tré, greinar stuttar og fínar, gleitt greinahorn, margar smágreinar á greinunum. Stórar greinar koma á ská út ef toppurinn fer. Stór tré hafa rauðleitan blæ á stofni.
Uppruni
Klón.
Harka
5
Heimildir
1, J. Árnason 1992: Athuganir á klónum Alaskaaspar á Akureyri.
Fjölgun
Sumar- eða vetrargræðlingar, rætist auðveldlega.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í þyrpingar, stakstæð í stóra garða.
Reynsla
Randi er líklega algengasta klónið á Akureyri. Mjög mörg tré af "Randa" misstu toppinn í hvassviðri 1990. "Randi" er karlplanta sem er harðgerð, þurftamikil en fljótvaxin. ('Stóra öspin' í Lystigarðinum er af þessu klóni.)