Populus x canescens

Ættkvísl
Populus
Nafn
x canescens
Íslenskt nafn
Gráösp
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
(P. alba x P. tremula)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómgunartími
Maí - júní.
Hæð
10-20 m
Vaxtarlag
Tré sem getur náð allt að 45 m, króna hvelfd. Börkur gulgrár með lárétt, ferhyrnd ör. Árssprotar grá-ullhærðir neðantil, verða fljótt hárlausir, verða seinna dökk grábrúnir. Brum ullhærð við grunninn.
Lýsing
Lauf 6-12 sm, þríhyrnd-egglaga, grunnur hjartalaga, dökkgræn ofan, grá-ullhærð neðan, randhærð, kirtiltennt, bogadregin. Lauf á dvergsprotum egglaga til næstum kringlótt. Laufleggur 1-7,5 sm, flatir eða hálfsívalir, ullhærðir eða hárlausir. Karlreklar 6-10 sm, fræflar 8-15 í hverju blómi. Kvenreklar 2-10 sm, stoðblöð með löng randhár eða blúndujaðraður, sem er um hálf lengd stoðblaðanna. Fræni gul eða purpura, 2 eða 4 flipótt. Sérbýli. Vindfrævun.
Uppruni
Náttúrulegur blendingur, Rússland, Íran - M Evrópa.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Með rótarskotum, rótargræðlingum?, gengur einnig með sumargræðlingum.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í þyrpingar, sem stakstæð tré.
Reynsla
Meðalharðgert-harðgert tré, nokkuð salt og vindþolið en kelur dálítið í uppeldi. = P. alba x P. tremula, blendingurinn hefur einkenni beggja foreldra og geta þau komið missterkt fram milli einstaklinga. Kannski má segja að börkurinn sé einkennandi en hann verður áberandi flottur, langsprunginn og með mjög djúpum rákum sem verða meira áberandi með aldrinum.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis, sem eru lítt reynd hérlendis enn sem komið er.