Potentilla alba

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
alba
Íslenskt nafn
Mjallarmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölæringur.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin, útbreidd planta.
Lýsing
Fjölæringur, kröftugur, lágvaxinn og útbreiddur, allt að 10 sm hár. Grunnlauf handskipt, smálauf 5 talsins, 2-6 sm, aflöng til öfugegglaga, lensulaga, tennt í oddinn, græn og hárlaus ofan, stoðblöð bandlaga, ydd, leðurkennd. Stilklauf ósamsett eða skipt í smálauf, silfur-silkihærð að neðan í fyrstu. Blóm allt að 2,5 sm breið, mörg saman allt að 5 talsins. Blómskipunarleggir uppréttir, bikarblöð lensulaga, silkihærð, oddur mjór. Krónublöð öfugegglaga, allt að 10 mm, lengri en bikarblöðin, hvít. Frjóþræðir hárlausir. Aldin slétt.
Uppruni
M, S & A Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning eða skipting snemma vors eða að haustinu.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var 1989, báðar þrífast vel.