Potentilla alchemilloieds

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
alchemilloieds
Íslenskt nafn
Vattarmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Réttara: P. alchemilloides Lapeyr.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-september.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Útbreiddur, lágvaxinn, trékenndur fjölæringur.
Lýsing
Harðgerður fjölæringur, allt að 30 sm hár og 30 sm breiður. Leggirnir trjákenndir neðantil þaktir leifum af visnum axlablöðum. Grunnlauf handskipt og með langan legg, smálauf 5-7, mjó-öfugegglaga eða aflöng, hárlaus og djúpgræn ofan, hvít-silkihærð á neðra borði. oddur dálítið tenntur. Axlablöð ydd. bandlensulaga. Stilklaut með færri smálauf. Blómin skál- eða bollalaga, mörg, allt að 4 sm breið í þéttum hálfsveip, stoðblöð bandlaga, bikarblöð lensulaga, krónublöð hvít, öfugegglaga, sýld, tvöfalt lengri en bikarblöðin.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Harka
6
Heimildir
1, http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Auðræktuð. Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til in planta, sem sáð var til 1979, þrífst vel.