Potentilla atrosanguinea

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
atrosanguinea
Íslenskt nafn
Jarðarberjamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúp purpurarauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Fremur stórgerð, á það til að leggjast síðsumars.
Lýsing
Jarðarberjamura er hærður fjölæringur, allt að 90 sm hár, stilkar með fáar greinar. Lauf handskipt og með langa leggi, smálauf 3, allt að 7,5 sm, oddbaugótt-egglaga til öfugegglaga, jaðrar hvasstennt, silkihærð ofan, hvíthærð neðan. Blómin allt að 3 sm í þvermál, í puntlíkum kvíslskúf á grönnum blómleggjum, allt að 5 sm löngum. Bikarblöð mjóydd, utanbikarblöð oddbaugótt-aflöng, krónublöð djúp purpura rauð, öfughjartalaga.
Uppruni
Himalajafjöll.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Til eru nokkrar plöntur, allar þrífst vel, harðgerðar, þroska fræ, er stundum ruglað saman við Blendingsmuru.
Yrki og undirteg.
Þar má nefna 'Gibsons Scarlet' sem er með stærri, með fagurrauð blóm og grænni blöð og er sennilega algengari í görðum en sjálf tegundin (H. Sig.). Mörg yrki eru í ræktun.