Potentilla atrosanguinea

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
atrosanguinea
Ssp./var
v. argyrophylla
Höfundur undirteg.
(Lehm.) A.J.C. Grierson & D.G. Long.
Íslenskt nafn
Jarðarberjamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla argyrophylla Lehm.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur, appelsínugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur, sem sáir sér allmikið.
Lýsing
Harðgerður fjölæringur, um 60 sm hár og 50 sm í þvermál, djúpgræn lauf með silfurgrá hár. Blóm í kvíslskúfum, appelsínugul eða gul, skállaga blóm.
Uppruni
Himalaja.
Harka
5
Heimildir
= 1,http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Til eru í Lystigarðinum nokkrar plöntur, sem allar þrífast vel. Harðgerð hér á landi.
Yrki og undirteg.
Yrki sem nefna má eru 'Etna', 'Gibson's Scarlet ', 'Firedance', 'Mons. Rouillard' skv. RHS