Potentilla atrosanguinea

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
atrosanguinea
Yrki form
'Gibson's Scarlet'
Íslenskt nafn
Jarðarberjamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-45 sm
Vaxtarlag
Plantan myndar lágar útbreiddar þúfur.
Lýsing
Laufin milligræn, sagtennt, blóm 2,5 sm breið, skærrauð. Plantan er harðgerð og myndar útbreidda brúska, 45 sm háa og 60 sm breiða. Laufin eru sagtennt, lík jarðarberjalaufum, með 2,5 sm breið blóm sem minna á jarðarber en skærrauð.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.gardenersworld.com
Fjölgun
Skipting, sáning að vorinu.
Notkun/nytjar
Þrífst vel í upphækkuðum beðum þar sem framræslan er góð.Er góð á sólríkum vaxtarstöðum, í beðkanta eða steinhæðum.Skammlíf ef framræslan er ekki góð.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var til 1989, þrífst vel.