Potentilla cinerea

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
cinerea
Íslenskt nafn
Grámura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxinn, hnausmyndaður fjölæringur, allt að 10 sm hár.
Lýsing
Stilkar jarðlægir, mynda rætur, eru þétthærðir með stjörnuhár. Lauf fingruð eða þrískipt, smálauf 3-5 talsins, allt að 2 × 0,9 sm, mjó-öfugegglaga, jaðrar tenntir, grágræn ofan, grá neðan, axlablöð grunnlaufa bandlaga. Blómin allt að 6 talsins, 2,5 sm í þvermál, í skúf. Bikarblöð egglaga til lensulaga, utanbikarblöð lensulaga eða oddbaugótt, yfirleitt aðeins styttri en bikarblöðin. Krónublöðin allt að 7 mm, fölgul, lengri en bikarblöðin.
Uppruni
M, A & S Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2000, þrífst vel.