Potentilla delphinensis

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
delphinensis
Íslenskt nafn
Kóngamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 45 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 45 sm hár. Lauf fingruð, smálauf 5 talsins, allt að 2×3 sm, öfugegglaga, græn, jaðrar gróftenntir nema við grunninn. Blómin 2,5 sm breið, mörg á hliðstæðum blómskipunarleggjum, sem eru allt að 50 sm langir. Bikarblöð þríhyrnd, ydd, utanbikarblöð lensulaga, ydd, næstum jafnlöng og bikarblöðin. Krónublöð allt að 12 mm, gul, tvöfalt lengri en bikarblöðin, framjöðruð.
Uppruni
SV Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, steinhæðir, kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2005, þríst vel.