Potentilla detommasii

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
detommasii
Íslenskt nafn
Kirtilmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla holosericea Griseb., Potentilla suskalovicii Adamović, Potentilla vranjana Zimmeter
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-30 sm.
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur.
Lýsing
Fjölæringur, 15-30 sm hár með upprétta blómstöngla. Laufin fingruð, smálaufin 5-7, öfugegglaga til öfugegglaga-aflöng, bogtennt-sagtennt, silki-ullhærð á efra borði. Blómin mörg í þéttblóma hálfkvíslskúf. Krónublöðin 12-14 mm löng, gul.
Uppruni
SA Evrópa, V Asía.
Heimildir
= http://www.kadel.cz
Fjölgun
Sáið fræi að vorinu, þekjið lítið eitt. Fræið spírar á 1-3 mánuðum við 18-21°C.Stórum plöntum er hægt að skipta að vorinum.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var 1996, þrífst vel.