Potentilla frigida

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
frigida
Íslenskt nafn
Freramura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla glacialis Haller f., Potentilla helvetica Schleich.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 10 sm
Lýsing
Fjölæringur, 2-10 sm hár, öll plantan er mjög loðin, með hárflóka, um 0,1 mm löng hár, gullleit kirtilhár í bland við löngu, útstæð hár. Grunnlauf 3-fingruð, smáblöð egglaga, 0,5-1 sm löng, með 2-4 tennur á hvorri hlið. Blómin eru hálflukt, gul, um 1 sm í þvermál, á bogaformuðum leggjum, laufin ná varla upp fyrir blómlegginn.
Uppruni
Alpafjöll, Pyreneafjöll.
Heimildir
http://www.infoflora.ch, http://www.floreealpes.com,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru graslendi, áveðurs á hryggjum, en sjaldan kalklausar skriður, klettar til fjalla. Einnig í súrum jarðvegi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var 2007, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Lík Potentilla brauniana.