Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Parvifolia'
Höf.
Kom fram fyrir 1924.
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Sumargrðnn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Uppréttur runni.
Lýsing
Hægvaxta, næstum keilulaga, uppréttur runni, allt að 80 sm hár. Smálauf 7, mjög smá, græn ofan, blágræn neðan, hærð. Blóm um 2 sm í þvermál, gul, dálítið ljósari en hjá Farreri en gulhvít (!!) á neðra borði, stíll keilulaga (ekki þráðlaga!!).
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1991 og 2006 og gróðusettar í beð 1999 og 2001 og sú yngsta var gróðursett 2007. Þær hafa kalið lítið eitt. Blómgast ekki fyrr en í lok ágúst eða byrjun september, þarf hlýjan vaxtarstað. Harðgerð-meðalharðgerð