Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Red Ace'
Höf.
Barker 1973, England.
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærrauð innan.
Blómgunartími
September.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Útbreiddur runni.
Lýsing
Runni allt að 50-60 sm hár og um 1 m breiður. Blóm skærrauð innan/ofan en fölgul neðan, liturinn dofnar í miklu sólskini. Elsta, rauðblóma yrkið.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í þyrpingar, í beð á skýldum, hlýjum stöðum.
Reynsla
Þetta yrki var keypt í Lystigarðinn 1996, náði sér aldrei á strik og lifði aðeins til 1999. Blómgast í september - október ef hún þá nær því á annað borð, þarf mjög hlýjan vaxtarstað. Viðkvæm planta og meðalharðgerð.