Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Tangerine'
Höf.
(1955).
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur til koparlitur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
0,5-1 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, gisgreinóttur runni, læpulegur í vextinum.
Lýsing
Lauf smá, græn, smálauf 7 talsins. Blóm 3 sm í þvermál, koparlit til gullgul, aðeins appelsínugul þar sem veðrið er svalt. -- Yrkið Tangarine var þróað frá Farrers Red Form 1955.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar. Þarf hlýjan og góðan vaxtarstað, blómgast yfirleitt í seinna lagi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem gróðursett var í beð 2001, þrífst vel, kelur mjög lítið. Meðalharðgerð planta.