Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Micrandra'
Höf.
(ca. 1890)
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
P. micrandra Koehne
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Uppréttur, mjög þéttur, minnir helst á stóra þúfu.
Lýsing
Varla meira en 50 sm hár runni, en um 1 m á breidd. Lauf dökkgræn, allt að 3,5 sm löng, smáblöð 7 í mesta lagi, mjó-löng, blágræn neðan og hærð. Blóm skærgul, 2,5-3 sm breið, fræflar mjög stuttir.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár aðkeyptar plöntur, tvær voru gróðursettar í beð 1983 og ein 2004, kala fremur lítið í seinni tíð. Mjög blómviljug, harðgerð planta, sem hefur reynst vel hér norðanlands.