Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Yrki form
'Månelys'
Höf.
Axel Olsen, Danmörk
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
P. fruticosa Moonlight
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Daufgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
um 1 m
Vaxtarlag
Uppréttur jafnvaxinn, fínlegur, grannar greinar.
Lýsing
Allt að 1,2 m hár runni, upréttur. Lauf 4 sm, smálauf 5, blágræn. Blóm 2,5-3 sm í þvermál, daufgul, ljósari neðan (dálítið dekkri en hjá Katharine Dykes) blómstrar mikið og lengi. Besta upprétta yrkið, betri en Jackmanii, bikar blómanna stendur lengi, grænn og verður ekki brúnn eins og hjá fyrrnefndu yrki.
Uppruni
Yrki.
Harka
h7-h8
Heimildir
= 7
Fjölgun
Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var í garðinn og gróðursett i beð 1981, hefir kalið nokkuð en lítið í seinni tíð. -Harðgerð, hefur reynst vel hér norðanlands.