Potentilla fruticosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fruticosa
Ssp./var
v. davurica
Höfundur undirteg.
(Nesler) Ser.
Íslenskt nafn
Runnamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla glabrata
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Allt að 50 sm hár runni, greinar uppréttar, smágreinar rauðar, drúpa.
Lýsing
Axlablöð brún, lauf fjaðarskipt, hárlaus. Smálauf 5, allt að 2,5 sm, öfugegglaga, legglaus, ljós- til milligræn. Blómviljug, blómin stök eða fá, 2,5 sm í þvermál. Blómstilkar 2,5 sm, hærðir, laufleggir hærðir, utanbikarblöð oftast breiðari en bikarblöðin. Krónublöðin hvít til fölgul
Uppruni
N Kína, A Síbería.
Harka
H4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í brekkur, í þyrpingar, í limgerði, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta, sem þolir ágætlega klippingu.