Potentilla fulgens

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
fulgens
Íslenskt nafn
Hærumura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Lýsing
Fjölæringur allt að 60 sm hár. Lauf 5-15 sm, smálauf mörg, stakfjöðruð, allt að 4 sm, jaðrar hvasstenntir, laufin með útstæð hár á neðra borði. Blóm silfurdúnhærð, í skúfum eða klösum, 1 sm í þvermál, gul.
Uppruni
Himalaja.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1999, báðar þrífast vel.