Potentilla grandiflora

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
grandiflora
Íslenskt nafn
Keisaramura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-45 sm
Vaxtarlag
Uppréttir eða uppsveigðir stönglar, gunnlauf 3-fingruð.
Lýsing
Dúnhærður fjölæringur, allt að 45 sm hár, leggir uppréttir, greinast mikið, flauelskenndir. Lauf með 3 smálauf, smálauf 1,2 til 3,5 sm, öfuegglaga, oddur tenntur, stoðblöð egglaga-lenulaga, næstum laus. Blómin 2,5 sm í þvermál, í uppréttum, fáblóma, kvíslskúf. Bikarblöðin lensulaga, hálf lengd krónublaðanna, utanbikarblöðin mjórri og styttri en bikarblöðin. Krónublöðin gullgul, öfughjartalaga.
Uppruni
M Evrópa, S Frakkland til Austurríkis.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, skrautblómabeð, kanta.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigarðinum sem er orðin mjög gömul, þrífst vel. Harðgerð tegund hérlendis.