Potentilla hippiana

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
hippiana
Íslenskt nafn
Dúnmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur, lauf grá, silkihærð.
Lýsing
Stönglar 30-60 sm háir. Grunnlauf með legg, fjaðurskipt, smálauf 7-10, efstu 3 laufin eru samhangandi, aflöng til aflöng-lensulaga, jaðrar með snubbóttar og djúpar tennur, silkihærð, stoðblöð heilrend eða því sem næst. Blóm 1-3 sm í þvermál, í gisnum endastæðum kvíslskúfum. Bikarblöðin jafn löng og krónublöðin, egglensulaga, utanbikarblöð lík bikarblöðunum, hvassydd. Krónublöðin fleyglaga, stundum framjöðruð, skærgul.
Uppruni
V Bandaríkin.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í upphækkuð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1990, þrífst vel.