Potentilla nepalensis

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
nepalensis
Yrki form
Helen Jane
Íslenskt nafn
Blóðmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærbleikur með rautt auga.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 45 sm
Lýsing
Harðgerður, hálfjurtkenndur fjölæringur, 45 sm hár og 40 sm breiður. Blómin skærbleik með rautt auga.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.perhillplants,co,uk
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var 2002 og 2010, báðar þrífast vel.