Potentilla nepalensis

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
nepalensis
Yrki form
Roxana
Íslenskt nafn
Blóðmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður (eða örlítill skuggi).
Blómalitur
Aprikósulit og með djúp laxableik litbrigði og kirsuberjarauða miðju.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
- 45 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, sem myndar fallegar þúfur.
Lýsing
Fjölæringur, 30-45 sm hár og 60 sm breiður, sem myndar þúfur með falleg blóm, aprikósulit og með djúp laxableik litbrigði og með kirsuberjarauða miðju á stuttum til meðalháum stönglum. Blómin eru skállaga, með 5 krónublöð. Blómstrar síðla vors og aftur síðsumars og fram á haust.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1,35, http://www.perhillplants.co.uk, http://www.caracottafenursery.co.nz
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Góð í beðkanta, steinhæðir eða í stór ker með hávaxnari plöntum, skríður ekki. Auðræktuð. Plantan blómstrar lengur ef dauð blóm eru fjarlægð/klippt af henni.
Reynsla
Þrífst vel hér á landi. Er ekki í Lystigarðinum.