Potentilla nitida

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
nitida
Íslenskt nafn
Glitmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, dvergvaxin.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5 sm
Vaxtarlag
Myndar þéttar breiður rótskeytra stöngla.
Lýsing
Þýfður, silfurgrár, dúnhærður fjölæringur, allt að 5 sm hár. Stönglar allt að 10 sm háir. Lauf þrískipt, smálauf allt að 1 sm, öfuglensulaga til öfugegglaga. Oddur venjulega þrítenntur, silfur-silkihærður, axlablöð lensulaga. Blóm 1-2 talsins, endastæð, 2-3 sm eða meira í þvermál. Bikarblöð mjó-þríhyrnd, lengri en utanbikarblöðin, utanbikarblöð bandlaga. Krónublöð allt að 1,2 × 1 sm, hvít eða bleik, dekkri við grunninn, sýld í oddinn, lengri en bikarblöðin.
Uppruni
SV & SA Alpafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, með stöngulbútum.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Hefur verið til í Lystigarðinum af og til, vill drepast eða er 'hreinsuð burt' vegna smæðar sinnar. Harðgerð og eftirsótt steinhæðaplanta, blómstrar betur sunnanlands. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Yrki og undirteg.
Alannah blómin fölbleik.Alba blómin hvít.Compacta mjög smávaxin, allt að 8 sm há, blóm stór, gullgul.Lissadel blómin skærbleik.Rubra blóm djúpbleik, blómviljug.